Innnes stóð fyrir Oreo þrautakeppni á oreo.is í samstarfi við Áttuna frá 22.03.17 -19.04.17. Áttan útbjó myndbönd með fjórum skemmtilegum þrautum sem settar voru inn á oreo.is alla miðvikudaga. Þátttakendur voru hvattir til að taka upp myndband af sinni lausn á þraut vikunnar og deila á Instagram. Á hverjum þriðjudegi fengu þrír þátttakendur að launum Oreo gjafapoka fyrir lausnir sínar á þraut vikunnar. Þeir þátttakendur sem leystu allar fjórar þrautirnar áttu möguleika á að vinna aðalvinning keppninnar. Aðalviningurinn var gjafabréf í ferð að eigin vali fyrir tvo frá Plúsferðum að verðmæti 250.000.

Vinkonurnar Brynja María Vilhjálmsdóttir og Sara Ósk Einarsdóttir leystu allar þrautir keppninnar saman og hlutu aðalvinninginn sem þær sóttu til okkar í gær.

Þrautirnar og lausnir þátttakenda á þrautunum er hægt að sjá á www.oreo.is