Hólmfríður Sjöfn Jónsdóttir, aðalvinningshafi í Milka leiknum Milka fyrir mjúku hliðina kom við hjá okkur í dag og sótti aðalvinninginn.
Vinningurinn var gjafabréf í ferð að eigin vali fyrir tvo frá Plúsferðum að verðmæti 250.000.
Hólmfríður var alsæl með vinninginn og ætlar að sjálfsögðu að taka vinkonu sína sem sendi henni Milka kveðjuna með í utanlandsferðina.
Hólmfríður sagðist aldrei hafa unnið í neinum leik áður og kom þetta henni því skemmtilega á óvart.
Við óskum Hólmfríði til hamingju með vinninginn.
Innnes vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í leiknum fyrir þátttökuna.
Myndir þátttakanda og nánari upplýsingar um leikinn má finna á www.milka.is 🙂