Aðalvinninghafinn er Einar Kristinn Þorsteinsson sem sendi inn þessa skemmtilegu mynd sem tekin er við Hvítserk í Vestur-Húnavatnssýslu. Einar hlýtur í verðlaun 500.000 krónur í reiðufé og kassa af Prince Polo.

Einar, Þórdís og Jón Bergur komu og sóttu vinninginn og voru þau alsæl.  Við óskum Einari og fjölskyldu innilega til hamingju.

Prince Polo á Íslandi þakkar öllum þeim sem tóku þátt í Prince Polo Landinu. Alls voru sendar inn um 1000 myndir í leikinn og því stóð valið á milli margra frábærra mynda. Við hvetjum alla til að skoða myndir leiksins á www.princepolo.is og á Facebook síðu Prince Polo á Íslandi.