Ananas
Ananas er suðrænn ávöxtur sem er þekktur fyrir að vera safaríkur. Ananas er C-vítamíngjafi, en C-vítamín stuðlar m.a. að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. Ananas er tilvalin í kokkteila, eftirrétti eða bara einn og sér. Svo er líka sérdeilis gott að dýfa ferskum ananas í brætt súkkulaði.
Hvernig er best að geyma ananas?
Ef ananas er ekki fullþroskaður er gott að geyma hann í 1-2 daga við stofuhita. Eftir það er hægt að vefja hann í plast og geyma óskorin í nokkra daga eða skera hann í bita og þá setja hann í loftþéttar umbúðir með safanum. Geymist þannig í allt að 6 daga. Gæta þarf að heill ananas merjist ekki.
Notkunarleiðbeiningar
Skolið ananas vel áður en hann er skorinn. Skerið fyrst endana af og skerið síðan ananasinn í tvo helminga sem þið síðan helmingið. Næst er hýðið skorið af endilangt (niður) og í kjötið nokkra bita.
Ananas
Næringargildi | Í 100g eða 100ml |
Orka | 202 kJ 48 kkal |
Fita
– þar af mettuð |
0.0g
0.0g |
Kolvetni
– þar af sykur |
11.4g
0.0g |
Trefjar | 1.0g |
Prótein | 0.5g |
Salt | 4 mg |
C-vítamín | 12 mg |
– skv. ÍSGEM gagnagrunni |