Ástríðuávöxtur

Ástríðuávöxtur (Passiflora edulis) eaða Passion fruit upp á enska tungu hefur ekki fastmótað aldinkjöt eins og flestir ávextir heldur seigfljótandi vef með hundruðum trefjaríkra fræja. Ávöxturinn er einnig C-vítamínríkur sem stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Ástríðuávöxtur er tilvalin í eftirrétti, sultur eða í sætar sósur.

Hvernig er best að geyma ástríðuávöxt?

Það tekur ástríðuávöxt um 2-5 daga að verða fullþroskaður í stofuhita, en eftir það geymist ávöxturinn í allt að viku í kæli.

Notkunarleiðbeiningar

Þvoið ávöxtinn vel fyrir notkun. Skerið smá bita af hýðinu með hníf. Setjið gatið upp að munni og kreystið innihald úr. Ef það á að nota hann í salat eða bakstur er best að skera ávöxtinn í tvennt og nota svo skeið til að hreinsa fræin úr.

Ástríðuávöxtur

Næringargildi                 Í 100g eða 100 mL

 Orka                             

406 kJ
97 kkal                         

Fita

-þar af mettuð

0.7g 

0.06g

Kolvetni

-þar af sykur

23.4g

11.2g 

 Trefjar 10.4
 Prótein 2.2 g
Salt 28 mg
 C-vítamín 30 mg
  – skv.USDA gagnagrunni  
Til baka