Avókadó
Avókadó (Persea americana) er ríkt af góðri fitu og er K-vítamíngjafi, en K-vítamín stuðlar að viðhaldi beina. Gott í salat og boost, í guaqamole eða bara eitt og sér. Búr býður tvær tegundir – avókadó og avókadó hass en það síðarnefnda er lífrænt ræktað og með dekkra og hrjúfara hýði.
Hvernig er best að geyma avokadó?
Geymið við stofuhita þar til það er fullþroskað. Flýta má fyrir þroska þeirra með því að vefja þeim inn í pappír og geyma við heitan ofn. Fullþroskað avókadó geymist í kæli í 3-5 daga.
Notkunarleiðbeiningar
Þvoið ávöxtinn vel fyrir notkun. Skerið í kringum steininn, snúið helmingunum í sitthvora áttina til að losa um. Sláið síðan varlega með beittum hníf létt á aldinsteinninn til að losa hann. Notið skeið til að skafa kjötið úr hýðinu.
Avókadó
Næringargildi Í 100g eða 100mL |
|
Orka |
765 kJ |
Fita – þar af mettuð |
15.7g 1.8g |
Kolvetni – þar af sykur |
6.5g 6.5g |
Trefjar | 5.2g |
Prótein | 1.9g |
Salt | 6 mg |
C-vítamín | 6 mg |
– skv. ÍSGEM gagnagrunni |