Bláber

Bláber (Cyanococcus) eru safarík ber sem vaxa villt um heim allan, þar á meðal Íslandi. Bláber innihalda C- og E-vítamín, en þau verja frumur gegn oxun. Bláber eru vinsæl í sultur, út á skyr, í tertur, til saftgerðar, í boost. Bláber eru líka alveg einstök með ostum og líka ein og sér.

Hvernig er best að geyma bláber?

Bláber geymast best í plast- eða gleríláti. Setjið pappír neðst í ílát undir berin. Geymast í lokuðu íláti í kæli í allt að tvær vikur. Ef frysta á bláber er best að lausfrysta þau fyrst svo berin festist ekki saman.

Notkunarleiðbeiningar

Þvoið ekki bláber fyrr en rétt fyrir notkun, þar sem þau draga vökvann í sig.

Bláber

Næringargildi                 Í 100g eða 100 mL

 Orka                             

267 kJ
63 kkal                         

Fita

-þar af mettuð

0.0g 

0.0g 

Kolvetni

-þar af sykur

14.3g

14.3g

 Trefjar 2.4g
 Prótein 0.6g
Salt 3.0 mg
 C-vítamín 38.2 mg
 – skv. ÍSGEM gagnagrunni  
Til baka