Brómber

Brómber (Rubus fruticosus) eru dökk ber, safarík og bragðgóð. Brómber eru C-vítamínrík og einnig K-vítamíngjafar, en K-vítamín stuðlar að viðhaldi beina. Brómber eru tilvalin út í morgungrautinn, í tertur, boost og sem millimál.

Hvernig er best að geyma brómber?

Geymast í kæli í allt að 4 daga í lokuðu íláti. Ekki þrífa berin fyrr en rétt fyrir notkun. Ef á að frysta berin, er best að skola þau vel, þurrka og lausfrysta áður en þau eru sett í ílát í frysti.

Notkunarleiðbeiningar

Þvoið berin vel fyrir notkun.

Brómber

Næringargildi                 Í 100g eða 100 mL

 Orka                             

181 kJ
43 kkal                         

Fita

-þar af mettuð

0.5g 

0.0g 

Kolvetni

-þar af sykur

9.61g

4.9g

 Trefjar 5.3g
 Prótein 1.4g
Salt 1 mg
 C-vítamín 21 mg
 – skv.USDA gagnagrunni   
Til baka