Galia melónur
Galia melóna inniheldur A- og C-vítamínigjafa, en A-vítamín stuðlar að viðhaldi eðlilegrar sjónar. Melónan er þung miðað við stærðina og er fullþroskuð ákaflega safarík. Vinsælt er að skera melónur niður í sneiðar og gæða sér á með parmaskinku.
Hvernig er best að geyma galia melónu?
Eftir að melónan er fullþroskuð geymist hún í kæli í 2-3 daga heil eða í sneiðum.
Notkunarleiðbeiningar
Þvoið ávöxtinn vel fyrir notkun. Skerið í tvennt og fjarlægið fræ með skeið og skerið svo í báta eða sneiðar.