Garðablóðberg
Garðablóðberg (Thymus) er aldagömul nytjajurt meðal egypta og rómverja, notuð jafnt sem reykelsi, með olíu til baða sem og matargerðar. Einstakur bragðbætir við steikingu kjöts eða með ofnbökuðu grænmeti.Bæði blöð og stilka má nýta við matreiðslu, eða eftir smekk blöðin eingöngu.
Hvernig er best að geyma garðablóðberg?
Ferskt garðablóðberg geymist í u.þ.b. vikutíma í kæli.
Notkunarleiðbeiningar
Skolið garðablóðbergið vel áður og þurrkið með pappír fyrir notkun. Ef eingöngu á að nota blöð jurtarinnar má renna fingrum eftir stilknum til að losa þau af.
Garðablóðberg (ferskt)
Næringargildi Í 100g eða 100mL |
|
Orka |
423 kJ |
Fita – þar af mettuð |
1.68g 0.5g |
Kolvetni – þar af sykur |
24.5 g
|
Trefjar | 14g |
Prótein | 5.6g |
Salt | 9 mg |
C-vítamín | 160 mg |
– skv.USDA gagnagrunni |