Kókoshneta
Kókoshneta (Cocos nucifera) er með harða skel, en fyrir innan er þykkt lag af trefjakenndu þéttu hvítu aldinkjöti. Í kjarna hnetunnar er sætur og bragðgóður kókossafi. Kókoshnetan er fitu- og trefjarík. Gott er að nýta kókossafann í drykki og hægt er að nýta kjötið í bakstur, í salatið eða borða eitt og sér.
Hvernig er best að geyma kókoshnetu?
Óopnuð kókoshneta geymist í kæli í allt að tvo mánuði. Eftir opnun geymist kókoskjötið í nokkra daga í kæli.
Notkunarleiðbeiningar
Byrjið á því að tappa vökvan úr kókoshnetunni. Notið tappatogara til að gera holu í gegnum hnetuna og látið vökvann renna í skál. Með fullri varúð er tekinn beittur hnífur og honum slegið á kókoshnetuna miðja. Endurtakið allan hringinn þar til hún opnast.
Kókoshnetur (aldinkjöt/trefjar)
Næringargildi Í 100g eða 100 mL |
|
Orka |
1481 kJ |
Fita -þar af mettuð |
33.5g 29.7g |
Kolvetni |
15.2g |
Trefjar | 9.0g |
Prótein | 3.33g |
Salt | 20 mg |
C-vítamín | 3.3 mg |
– skv.USDA gagnagrunni |