Mynta
Mynta (Mentha piperita) er upprunnin í Evrópu og Mið-austurlöndum. Hún er hentug í sósur, súpur og salöt og einnig notuð með lambakjöti, í fiskirétti, grænmetisrétti og fleira. Myntan inniheldur mentól og gefur sætan keim og kælandi áhrif.
Hvernig er best að geyma myntu?
Fersk mynta geymist í u.þ.b. vikutíma í kæli. Eins má frysta stök blöð jurtarinnar til að nýta síðar við matreiðslu.
Notkunarleiðbeiningar
Skolið myntuna vel og þerrið með pappír fyrir notkun. Blöðin eru ýmist notuð heil eða söxuð í smátt.
Mynta (fersk)
Næringargildi Í 100g eða 100mL |
|
Orka |
293 kJ |
Fita – þar af mettuð |
0.94g
|
Kolvetni – þar af sykur |
14.9g
|
Trefjar | 8g |
Prótein | 3.75g |
Salt | 31 mg |
C-vítamín | 31.8 mg |
– skv.USDA gagnagrunni |