Plómur
Plómur (Prunus domestica) innihalda talsvert af A- og B-vítamíni ásamt kalki og járni og bæta meltingu líkamans. Plómur eru ljúffengar í bakstur, sultur eða bara ferskar.
Hvernig er best að geyma plómur?
Geymist við stofuhita þar til hún er fullþroskuð. Fullþroskaðar Plómur geymast í plastpoka í kæli í 5-7 daga.
Notkunarleiðbeiningar
Þvoið ávöxtinn vel fyrir notkun. Bítið beint í ávöxtinn eða skerið í báta.
Plómur
Næringargildi Í 100g eða 100 mL |
|
Orka |
160 kJ |
Fita -þar af mettuð |
0.3g 0.1g |
Kolvetni -þar af sykur |
7.3g |
Trefjar | 2.1g |
Prótein | 0.5g |
Salt | 3.0 mg |
C-vítamín | 5.0 mg |
– skv. ÍSGEM gagnagrunni |