Steinselja

Steinselja (Petroselinum crispum) er til í tveimur afbrigðum, með hrokkin blöð og slétt. Hún er krydd við matargerð og einnig notuð sem grænmeti. Algeng við matargerð í Evrópu, Ameríku og í Mið-austurlöndum. Steinselja með hrokkin blöð er gjarnan notuð til skrauts t.d. með smurbrauði og á kartöflurétti. Steinselja er sérdeilis C-vítamínrík auk þess að vera K- vítamíngjafi.

Hvernig er best að geyma steinselju?

Fersk steinselja geymist ágætlega í kæli. Einnig má setja hana í ílát með vatni eða skera hana smátt og frysta í ísmolum til lengri geymslu. Steinselju má einnig þurrka.

Notkunarleiðbeiningar

Skolið steinselju vel áður en hennar er neytt.

Steinselja

Næringargildi                       Í 100g eða 100mL

Orka                                                 

135 kJ
32 kkal  

Fita

– þar af mettuð

0.3g 

0g

Kolvetni

– þar af sykur

1.8g

0.8g

 Trefjar 4.3g
 Prótein 3.5g
 Salt 114mg
 C-vítamín 190mg
 – skv. ÍSGEM gagnagrunni  
Til baka