Project Description

Kalea

Kalea er ný og glæsileg kaffivél með snertiskjá sem er tengd við ferska mjólk. Býður upp á frábæra möguleika þar sem krafist er úrvals kaffi með einfaldri sjálfsafgreiðslu.

Baunahólfin eru tvö sem gerir fólki kleift að hafa tvær tegundir af kaffibaunum fyrir mismunandi kaffidrykki.

Sjálfvirk kaffivél sem malar baunir og lagar svart kaffi sem bæði er hægt að fá með þykku crema og sem hefðbundið uppáhellt kaffi. Auk þess býður Kalea upp á espresso, tvöfaldan espresso, cappuccino, creamy latte, macchiato, heitt súkkulaði, mocca og fleiri drykki.

Helstu kostir:

 • Heitt vatn fyrir te
 • Fullkomin flóunarstútur fyrir mjólk
 • Tvö baunahólf og eitt hólf fyrir súkkulaði
 • Beintengd við vatnslögn
 • Díóðu lýsing að framan og á hliðum
 • Hreyfanlegur stútur fyrir mismunandi stærðir af glösum
 • Kemur með mjólkurkæli sem tekur allt að 3 lítra af mjólk en hægt að fá bæði með bollahitara og mjólkurkæli
 • Auðveld og þægileg í notkun og í þrifum
 • Frárennslislöngu þarf að tengja við vask/niðufall
 • Hægt að taka kaffikorg (kaffikökur) í fötu undir borðplötu sem minnkar umhirðu

Stærð:

 • Hæð: 78 cm
 • Breidd: 36 cm
 • Dýpt: 60 cm

ATH. Kalea vélin getur orðið breiðari ef viðskiptavinir velja mjókurkæli og/eða bollahitara með.

til baka í drykkjarlausnir