Extra styrkir SOS barnaþorpin á Íslandi

Extra styrkti SOS Barnaþorpin á Íslandi í gegnum átakið „Tyggðu Extra til góðra verka“ en verkefninu er ætlað er að stuðla að betri tannheilsu barna í þróunarlöndum.

Samskonar samstarf hefur átt sér stað undanfarin ár í Svíþjóð og Noregi og gefist afar vel. Með þessu átaki má auðveldlega draga verulega úr framtíðar heilsuvandamáli barna með fræðslu um tannhirðu og mikilvægi hennar. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) er á bilinu 60-90% barna á grunnskólaaldri sem þjást af tannholdssýkingu. Stærsti hlutinn eru börn í fátækustum ríkjum heims þar sem tannhirðu er óbótavant. Vandinn er ekki vöntun á tannlæknum heldur er um að ræða vanþekkingu á tannhirðu, t.d. hversu mikilvægt það er að bursta tennurnar reglulega.

Innnes umboðsaðili Extra á Íslandi afhenti nýlega SOS Barnaþorpunum á Íslandi upphæðina sem safnaðist í október og nóvember 2017 en alls safnaðist 1.404.219 kr í átakinu .

Á meðfylgjandi mynd eru Þorsteinn Arnórsson fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi og Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Innnes.