Það er okkur mikil ánægja að tilkynna það að fyrirtækið okkar, Heildverslunin Innnes, hefur verið valið á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir 2013. Í vali Creditinfo koma eingöngu til greina þau fyrirtæki sem standast strangar kröfur hvað varðar styrk- og stöðugleikamat. Einnig lenti Dalsnes ehf., eigandi Innnes ehf, í 11. sæti á þessum lista og er það annað árið í röð sem félagið kemst á þennan eftirsóknaverða lista. Starfsfólk Innnes er virkilega stolt af þessum árangri og er hann okkur sannarlega hvatning til að gera enn betur í framtíðinni.