Sölustjóri á ferskvörusviði Innnes
Innnes ehf leitar eftir sölustjóra á ferskvörusvið. Sölustjóri ferskvörusviðs hefur yfirumsjón með sölumálum og ber ábyrgð á sölu, áætlanagerð og samskiptum við innri og ytri viðskiptavini.
Hlutverk og ábyrgð
- Ber ábyrgð á sölu og þjónustu
- Ber ábyrgð á tilboðs- og áætlanagerð
- Dagleg samskipti við viðskiptavini
- Bjóða nýjum og núverandi viðskipavinum heildarlausnir í ávöxtum og grænmeti
- Byggja upp og viðhalda viðskiptatengslum
Hæfniskröfur
- Metnaður, áræðni og samskiptahæfileikar
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sölustjórnun er æskileg
- Framúrskarandi þjónustulund
- Góð, almenn tölvufærni
- Kunnátta á Microsoft Dynamics AX kostur
Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar n.k. Fyrirspurnum skal beint til Jóhannesar Þórs Ævarssonar á netfangið jta@innnes.is