Umhverfisstefna Innnes
- Innnes leitast við að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og sjálfbærri þróun og tekur ávallt mið af lagalegum kröfum um umhverfismál.
- Innnes vinnur stöðugt að úrbótum í umhverfismálum og leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda, lágmörkun úrgangs og aukna endurvinnslu.
- Innnes stendur að reglubundinni og skipulagðri fræðslu til að stuðla að virkri umhverfisvitund starfsmanna fyrirtækisins, og viðskiptamanna þegar við á.
- Umhverfisstefna Innnes er reglulega endurskoðuð af umhverfisnefnd fyrirtækisins í samráði við stjórnendur og nýjasta útgáfan er ávallt aðgengileg á vefsíðu og innri vef fyrirtækisins.