Hunt‘s er stærsti tómataframleiðindi í heimi og mest selda vörumerkið í fjölda vöruflokka á Íslandi, þ.m.t. í tómatsósum, grillsósum, pasta- og pitsasósum, niðursoðnum tómötum og tómatpúrru. Áskorun okkar var að viðhalda vinsældum langvinsælusta tómatvörumerkis landsins.

Við gerðum fjöruga auglýsingu sem sýnir hversu handhægt og auðvelt er að nota Hunt‘s tómatvörur í alla rétti. Nánar tiltekið þá gerðum við leikandi létta sjónvarpsauglýsingu og beinlínis lékum okkur með matinn í röð hugmyndaríkra eldhústöfrabragða!

Það var ekki að spyrja að árangrinum enda höfum við ekki spurt neinn enn þá! Við vitum bara að það er ekki annað hægt en að komast í gott skap við horfa á svona girnilegar hugmyndir að skemmtilegu eldhúsi.

IMG_8738

IMG_8711

IMG_8894

IMG_8823

IMG_8784