Bleika slaufan er tákn krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.
Hunt‘s tekur þátt í átakinu að vanda með því að láta hluta af söluágóða tómatvara renna til styrktar Krabbameinsfélagsins. Niðurstöður ýmissa rannsókna hafa sýnt að neysla á tómötum og afurða úr þeim geti dregið úr líkum á krabbameini. Með því að kaupa Hunt’s tómatvörur í október, ert þú kæri viðskiptavinur að leggja þessu góða málefni lið.

Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar 2016 verður varið óskertu til endurnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. Hönnuðir Bleiku slaufunnar 2016 eru Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir.