Að vanda styrkir Hunt’s Krabbameinsfélagið með því að láta hluta af söluágóða Hunt’s tómatvara renna til átaksins Bleiku slaufunnar. Í október söfnuðust 800 þúsund en þetta árið snýr átak Bleiku slaufunnar að ristilkrabbameini og er markmiðið með átakinu að skipuleg leit að ristilkrabbameini verði að veruleika.

Á meðfylgjandi mynd eru Þröstur Árnason fjármála-og starfsmannastjóri Krabbameinsfélagsins, Lovísa Jenný Sigurðardóttir, markaðsstjóri hjá Innnes og Sigurlaug Gissurardóttir, markaðsfulltrúi Krabbameinsfélagsins.