Innnes á lista yfir vinsælustu fyrirtæki ársins hjá Frjálsri verslun

Innnes var í fyrsta sinn á lista Frjálsrar verslunar yfir vinsælustu fyrirtæki landsins 2015.

Könnun Frjálsrar verslunar var framkvæmd í síðasta mánuði og af 800 aðspurðum nefndu 15 prósent Bónus sem fyrirtæki sem þeir hefðu jákvætt viðhorf til og hrepptu þeir fyrsta sætið. Ekkert fyrirtæki hefur lent oftar efst á lista en matvöruverslunin Bónus. Rúmlega eitt prósent aðspurðra nefndu Innnes. Erum við afar stolt af þessu og þökkum okkar frábæra starfsfólki og gildum Innness fyrir að hafa komist á lista.

| 2015-03-13T15:54:52+00:00 13.03.2015|Flokkar:|Tögg: , , |