Innnes ehf. hefur fest kaup á innflutningsfyrirtækinu Sælkerinn ehf. Sælkerinn hefur verið starfræktur frá árinu 2006 og sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu á hágæða matvöru fyrir veitingahús og smásöluaðila.

Meðal þekktra vörumerkja hjá Sælkeranum má nefna sushi vörur frá Enso, tælensku vörulínuna frá deSiam, edik frá Meyer´s Madhus, olíur frá Lehnsgaard auk eigin vörulínu undir vörumerkinu Sælkerafiskur.

Sælkerinn sérhæfir sig einnig í innflutningi á ýmsum tegundum af fisk og kjötvöru og má þar nefna vöruflokka eins og túnfisk, hörpuskel, parmaskinku, serrano skinku o.fl.

Sælkerinn verður rekinn í óbreyttri mynd fram að áramótum en stefnt er að sameiningu fyrirtækjanna frá og með 1. janúar 2014. Framkvæmdastjóri og eigandi Sælkerans, Jóhannes Þór Ævarsson, mun stýra rekstri Sælkerans áfram ásamt starfsmönnum sínu fram til áramóta en þeir verða síðan starfsmenn Innnes eftir sameiningu.

Á meðal þekktustu vörumerkja Innnes eru Gevalia kaffi, Hunt‘s tómatvörur, Extra tyggjó, Filippo Berio ólífuolía, Ristorante og Chicago Town pizzur, Cadbury, Toblerone, Daim og Milka súkkulaði, kex frá Ritz, Oreo og LU, Capri-Sonne safar og Corny kornstangir. Eru þessum kaupum ætlað að styrkja bæði fyrirtækin bæði hvað varðar vöruúrval og þjónustu til viðskiptavina.