Innnes vinnur mál á hendur ríkinu – með hagsmuni neytanda að leiðarljósi

Útboðsgjald fyrir tollkvóta er ólögmætur skattur að mati héraðsdóms.

Innnes, Sælkeradreifing og Hagar létu reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum fyrir búvörur og gjaldtöku fyrir þá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjald, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur innheimt fyrir innflutningskvóta á búvörum, er ólögmætt og stangist á við stjórnarskrá.

„Við fögnum niðurstöðunni og teljum hana færa íslenskum neytendum ávinning, og á sama tíma marka tímamót til að móta nýtt kerfi í þágu neytenda hér á landi“, segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes.

Meira um málið í frétt Viðskiptablaðsins: http://www.vb.is/frettir/115222/

| 2017-04-25T10:17:42+00:00 17.03.2015|Flokkar:|Tögg: , |