Við hjá Innnes erum stolt af því að hafa í vikunni skrifað undir yfirlýsingu um loftslagsmál í Höfða ásamt 102 öðrum fyrirtækjum og stofnunum. Innnes skuldbindur sig þar með til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga munu úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs.

Reykjavíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, standa fyrir verkefninu sem er hugsað sem hvatning til rekstraraðila. Samanlagður starfsmannafjöldi fyrirtækjanna sem taka þátt er rúmlega 43 þúsund auk nemenda í þeim menntastofnunum sem taka þátt.

Í desember verður 21. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í París þar sem Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna vegna loftslagsbreytinga verður samþykktur.

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við undirskriftina má sjá frá vinstri : Ketil Magnússon frá Festu, Magnús Óla Ólafsson forstjóra Innnes og Dag B. Eggertsson borgarstjóra.