Nýlega færði Innnes Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur að gjöf eina stærstu matargjöf sem fyrirtækið hefur gefið í tilefni af árlegri jólaúthlutun nefndarinnar. Var þar að að finna meðal annars kjöt, ávexti, kex, sælgæti og snakk allt vörur sem koma vel að notum við jólaúthlutun nefndarinnar.

Innnes er stolt af því að hafa verið um árabil bakhjarl Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur með því að gefa nefndinni reglulega matargjafir yfir allt árið. Hjá Mæðrastyrksnefnd er unnið frábært og óeigingjarnt starf og er Innnes og starfsmönnum þess sönn ánægja að geta lagt hönd á plóginn með Mæðrstyrksnefnd við að rétta þeim hjálparhönd sem minna mega sín í samfélaginu.

Á myndinni er Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innnes ásamt Önnu H. Pétursdóttur frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þegar hluti af matvörunni var afhentur.