Nýlega færði Innnes ehf Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur veglega matargjöf sem vonandi kemur að góðum notum við jólaúthlutun nefndarinnar. Innnes hefur um árabil verið öflugur bakhjarl Mæðrastyrksnefndar með reglulegum matargjöfum allt árið um kring.
Það er starfsfólki Innnes mikil ánægja að geta stutt við það mikilvæga starf sem unnið er hjá nefndinni sérstaklega þar sem umræðan um fátækt hefur verið fyrirferðamikil um þessar mundir.

Auk gjafarinnar til Mæðrastyrksnefndar hefur Innnes um þessai jól, gefið fjölmörgum öðrum hjálparsamtökum matargjafir til þeirra skjólstæðinga sem minna mega sín í samfélaginu í stað þess að senda út jólakort og jólagjafair til viðskiptavina sinna.

Á myndinni er Magnús Óli Ólafsson forstjóri Innnes ásamt Önnu H. Pétursdóttur frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þegar matargjöfin var afhent nefndinni.