Drykkjarlausnir

Allur vélbúnaður sem Innnes notar er frá viðurkenndum og þekktum vörumerkjum frá framleiðendum sem eru meðal þeirra fremstu í heiminum. Innnes býður fjölbreytt úrval af vélbúnaði á þjónustusamning og til sölu.

Kaffivélar fyrir kaffibaunir

Hvort sem óskað er eftir einfaldri kaffivél á skrifstofuna eða heildstæðri „kaffihúsalausn“ á vinnustaðinn og allt þar á milli þá hefur Innnes úr fjölbreyttu úrvali kaffivéla að bjóða á þjónustusamning. Auk þess seljum við vélbúnað frá Gaggia og Saeco.

Kaffivélar fyrir malað kaffi

Innnes býður öflugar mötuneytisvélar og brúsavélar fyrir uppáhellt kaffi á þjónustusamning, til lengri og skemmri tíma. Auk þess er Innnes sölu- og þjónustuaðili á brúsavélum og fylgihlutum frá Bravilor og Coffee Queen á Íslandi.

Kaffihúsavélar

Innnes er með umboð fyrir vandaðar kaffihúsavélar frá Gaggia á Ítalíu. Vélarnar eru bæði til sölu og boðnar á þjónustusamning til valdra viðskiptavina.

Vatnsvélar

Innnes er með umboð fyrir vatnskæla frá Borg & Overstrom ásamt F-Max brúsakæla. Vatnsvélar eru bæði til sölu og á þjónustusamning til fyrirtækja og stofnana. Kynntu þér fjölbreytt úrval vatnsvéla hjá okkur.

Djúsvélar

Innnes er með umboð fyrir Grathco djúsvélar og býður vélbúnað bæði til sölu og á þjónustusamning.  Vélarnar eru bæði fyrir blandað safaþykkni og fyrir hreinan ávaxtasafa (þykkni) en Innnes flytur inn hreint safaþykkni frá Sunny Juice.

Kaffi- og vatnsvélar

Hafðu samband

Þjónustu- og sölufulltrúar okkar eru til þjónustu reiðubúnir.

Hafðu samband við kaffiþjónustu Innnes í síma 585-8585 eða með því að senda okkur tölvupóst á kaffi@innnes.is.

Þú getur einnig sent okkur fyrirspurn í gegnum vefinn með því að smella hér að neðan.

Hafa samband