11.maí síðastliðinn stóð fyrirtækjasvið Innnes fyrir fræðslu og kynningardegi fyrir viðskiptavini sína um Lubeca súkkulaðið sem fyrirtækið flytur inn. Mario Peterscheck sölustjóri útflutnings hjá Lübecker Marzipan-Fabrik kom og hélt fyrirlestur ásamt sýnikennslu um notkun á súkkulaði, marsípani og fleiri vörum. Mario fræddi viðstadda um gæði vörunnar og gaf gestum smakk til þess að bera saman mismunandi gerðir af marsípan og súkkulaði.  Einnig fræddi Mario viðstadda um það hvernig hægt er að nota vöruna í glæsilega eftrirétti sem hæfa hvaða veitingahúsi sem er.

Þetta var einkar fræðandi og ánægjulegur dagur sem lauk með léttum veitingum og skemmtilegu spjalli hjá gestum og starfsmönnum Innnes.

Starfsfólk Innnes þakkar gestum fyrir komuna.

IMG_8584 (Large)

IMG_8596

 

IMG_8605 (Large)

 

IMG_8614 (Large)

IMG_8523 (Large)