Innnes vinnur nú að því að innleiða Mínar síður til að auka þjónustu við viðskiptavini í gegnum vefverslun okkar.

Samhliða stefnum við að því að auka öryggi og þægindi vefverslunar og bæta notandastýringu til að auðvelda innskráningu.

Innskráning verður í gegnum island.is þar sem viðskiptavinir geta valið á milli rafrænna skilríkja og íslykils.

Mínar síður

Með innskráningu í gegnum island.is fá viðskiptavinir aðgang að Mínum síðum og munu viðskiptavinum gefast kostur á að sækja reikninga, hreyfingaryfirlit og úthluta aðgangi til annarra starfsmanna eða þjónustuaðila eftir því sem við á hverju sinni.

Þannig er hægt að stofna nýja aðganga, eyða út eldri aðgöngum og úthluta til dæmis bókhaldara aðgang að reikningum og hreyfingaryfirliti og svo framvegis, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum viðskiptavini.

Mínar síður eru settar þannig upp að einn eða fleiri starfsmenn hafa fullan og ótakmarkaðan aðgang en viðkomandi getur síðan úthlutað öðrum aðgangi að sínu fyrirtæki eftir þörfum.

Innskráning á einfaldan hátt

Með innskráningu í gegnum island.is (rafræn skilríki eða íslykil) eru viðskiptavinir að auðkenna sig hjá Innnes svipað og gert er með notandanafni og lykilorði.

Með rafrænum skilríkjum eykst öryggi til muna og auðveldara er að skrá sig inn þar sem ekki er þörf á að muna notandanafn og lykilorð.

Til að taka af allan vafa, þá felst engin persónuleg ábyrgð starfsmanna í auðkenningu hjá Innnes

Rafræn auðkenning staðfestir hvort viðkomandi hafi heimild til að skrá sig inn en Innnes hefur ekki aðgang að neinum persónugreinanlegum gögnum öðrum en kennitölu þeirra sem hafa aðgang að vefverslun.

Innnes vill einnig benda á að fyrirtæki geta sótt um bæði rafræn skilríki og íslykil fyrir sitt fyrirtæki.

English:

Innnes is currently working on implementing My Pages to increase customer service through our online store.

At the same time, we aim to increase the security and convenience of online shopping and improve user management to facilitate login.

Login will be through island.is where customers can choose between an electronic ID and an electronic key (Islykill).

My pages

By logging in through island.is, customers will have access to My pages and customers will have the opportunity to download invoices, movement overviews and allocate access to other employees or service providers.

This way you can create new accounts, delete older accounts and assign, for example, an accountant access, statement of transactions and so on, depending on what suits each and every customer.

My pages are set up in such a way that one or more employees have full and unlimited access, but the person in charge (admin) can allocate access to others as needed.

Login

By logging in to island.is (electronic ID or ice key), customers are identifying themselves with Innnes, similar to what is done with a username and password.

Electronic credentials greatly increase security and make it easier to log in as there is no need to remember a username and password.

For the avoidance of doubt, Innnes identification does not include any personal responsibility of employees.

Electronic identification confirms whether the person in question is authorized to log in, but Innnes does not have access to any personally identifiable data other than ID number (kennitala) of those who have access to the online store.

Innnes also wants to point out that companies can apply for both an electronic ID and an ice key for their company.