Ný og glæsileg vefverslun Innnes

Í nýrri vefverslun Innnes geta viðskiptavinir skoðað fjölbreytt vöruúrval og sent inn pöntun með einföldum hætti hvar og hvenær sem er.

Innnes miðar að því að auka þjónustu við viðskiptavini enn frekar með nýrri vefverslun. Viðskiptavinir geta nú verslað með skilvirkari hætti sem skilar sér í hraðari afgreiðslu.

Í vefverslun geta viðskiptavinir meðal annars haft yfirsýn yfir sín viðskipti, endurtekið eldri pantanir, fylgst með lagerstöðu og nálgast ítarupplýsingar um vörur.

Það er einfalt að skrá sig og aðgangur þinn er virkjaður samdægurs.

Ef þig vantar aðstoð eða hefur spurningar varðandi vefverslun Innnes getur þú sent tölvupóst á verslun@innnes.is eða haft samband við söluver Innnes í síma 532-4020.

Vertu velkomin nýja vefverslun Innnes.

https://verslun.innnes.is/