Nýtt framtíðarhúsnæði Innnes að Korngörðum

Innnes hefur náð samkomulagi um kaup á fasteignafélaginu að Korngörðum 3 í Sundahöfn.  Ráðgert er að hefja framkvæmdir með vorinu á lóðinni sem er samtals 16.680 m2.

Starfsemi Innnes er rekin í dag á tveimur stöðum í Grafarvogi, í Fossaleyni og Bæjarflöt og verður öll starfsemin sameinuð á nýjum stað við Korngarða 3. Gert er ráð fyrir að nýja húsið verði tekið í notkun á árinu 2017, en það ár mun Innnes fagna 30 ára starfsafmæli sínu.

| 2016-02-17T15:23:14+00:00 16.02.2016|Flokkar:|Tögg: , , |