Nýtt myndmerki Innness hefur hlotið hin virtu verðlaun Communications Arts Magazine. Merkið var hannað af Oscari Bjarnasyni og tekið í notkun nýverið. Merkið hlaut fyrr á árinu viðurkenningu Félags íslenskra teiknara.

Communications Arts Magazine er alþjóðlegt fagtímarit grafískra hönnuða og ljósmyndara. Tímaritið veitir í verðlaun í átján flokkum og fékk merki Innness verðlaun í flokki myndmerkja (trademarks). Verðlaunin voru í ár veitt í 56. skipti og verða verk vinningshafa birt í sérstakri útgáfu tímaritsins sem kemur út  í 34.000 eintökum á komandi hausti.

Í ár voru 4.083 innsendar tillögur í keppnina, en alls fengu ellefu myndmerki verðlaun.

Oscar Bjarnason er á meðal færustu merkjahönnuða landsins, en meðal annarra myndmerkja sem hann hefur hannað eru N1, Oz, Íslandsstofa, Alvogen, Alvotech, Egils Kristall, Borg Brugghús, Hönnunarmiðstöð Íslands, Sjúkratryggingar Íslands, Umhverfisstofnun, A4, Nesti, VR, Fm957 og Promens.

Sjá nánar: http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/06/23/merki_innnes_verdlaunad/