Innnes hefur nú tekið í notkun vöruhúsakerfið Manhattan Scale. Vöruhúsakerfið kemur frá bandaríska fyrirtækinu Manhattan Associates, sem er talið eitt af fremstu fyrirtækjum í heimi í lausnum fyrir vöruhúsastjórnun. Kerfið er uppsett og þjónustað af íslenska fyrirtækinu Nobex.

Innnes hefur á undanförnum árum stækkað og aukið fjölbreytni í vöruúrvali sínu. Því var, fyrr á árinu, ákveðið að taka upp vöruhúsakerfið Manhattan Scale. Er það einnig liður í umbreytingu á heildarviðskiptakerfi fyrirtækisins. Manhattan Scale innleiðingin hófst í lok maí mánaðar og stóð innleiðingarferlið fram eftir júní mánuði. Þróun og umbreyting ferla til að styðja sem best við kerfið er þó enn í fullum gangi. Er það ætlun okkar að kerfið styðji sem best við reksturinn á vöruhúsi okkar, vörustjórnun og ekki síst verði til þess að bæta þjónustu við viðskiptavini þegar á líður.