Philadelphia rjómaostarnir sem Íslendingar elska, hafa fengið nýtt andlit. Í dag eru í boði fimm bragðtegundir af Philadelphia rjómaostum en allar bragðtegundir hafa fengið fallega myndskreyttar og glæsilegar öskjur. Orginal í gráum umbúðum, í ljósbláum umbúðum er Orginal light rjómaosturinn, Philadelphia með paprikubragði er í rauðum umbúðum, rjómaostur með hvítlauk og kryddjurtum er í grænum umbúðum og Sweet Chili rjómaosturinn er í rauðum umbúðum.

Ostarnir eru einstaklega mildir og bragðgóðir. Þeir henta vel í margskonar matseld og á ostabakkann þegar bjóða á vinum í heimsókn. Ostarnir eru einnig góðir sem álegg á td.Ritz og Tuc kex og með vínberjum eða jarðarberjum.

Philadelphia rjómaostarnir fást í flestum matvöruverslunum landsins.