Nýjar vörur frá Sælkerafiski hafa bæst í vöruval Innnes en Það eru þrjár tegundir af síld.  Þessar vörur eru framleiddar af Mills í Noregi undir merkinu Sælkerafiskur.  Tegundirnar eru piparsíld, marineruð síld og sinnepssíld.   Síldin er upprunin úr norsk-íslenska síldarstofninum en í gegnum tíðina hafa norðmenn framleitt afbragðs gæðasíld sem er þekkt fyrir einstakt bragð og gæði.  Síldin er unnin fersk en ekki fryst sem gerir gæfumuninn í bragði og gæðum.

Framundan eru veisluhöld í skammdeginu, til dæmis ,,Julefrokost” þar sem síldin frá Sælkerafiski er ómissandi á hvert veisluborð.