Skráargatið formlega innleitt á Íslandi

Í síðustu viku var Skráargatið formlega innleitt á Íslandi. Skráargatið er opinbert merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Tilgangur Skráargatsins er fyrst og fremst sá að auðvelda neytendum að finna hollustuvörurnar í sínum flokki með þessari gæðavottun. Við hjá Innnes erum stolt af því að geta boðið upp á vöru sem uppfyllir þessi skilyrði. Úrbeinuðu kjúklingalærin frá Rose Poultry hafa verið með þessa gæðavottun frá því að Innnes hóf að flytja vöruna inn til landsins á síðasta ári. Úrbeinuðu kjúklingalærin frá Rose Poultry eru því hollasti valkosturinn sínum flokki.

| 2014-12-08T14:21:44+00:00 19.11.2013|Flokkar:|Tögg: , , |