Sýningarbás INNNES verður stórglæsilegur á Stóreldhússýningunni 2019, en þar munum við m.a. kynna það nýjasta og vinsælasta í matargerð í dag.
Við munum sýna fjölmargar girnilegar STREET FOOD hugmyndir þar sem notast er við okkar glæsilega vöruúrval.
Við munum kynna nýjungar í skornu grænmeti, skemmtilegar lausnir frá OSCAR, vegan lausnir frá HÄLSANS KÖK, fjölbreytta kryddlínu frá KRYTA og fleiri spennandi nýjungar í matargerð. Kynnum einnig fjölbreyttar lausnir í brauðum og kökum frá birgjum INNNES.
Kaffiþjónusta INNNES og TE & KAFFI verða líka á staðnum og kynna fjölda kaffilausna sem henta mötuneytum og veitingastöðum.
Sýningin fer fram í Laugardalshöll:
- Fimmtudaginn 31. október kl. 12:00 – 18:00
- Föstudaginn 1. nóvember kl. 12:00 – 18.00
Hlökkum til að sjá þig!
Með kveðju, starfsfólk Innnes