Innnes vinnur mál á hendur ríkinu – með hagsmuni neytanda að leiðarljósi

Útboðsgjald fyrir tollkvóta er ólögmætur skattur að mati héraðsdóms. Innnes, Sælkeradreifing og Hagar létu reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum fyrir búvörur og gjaldtöku fyrir þá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjald, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur innheimt fyrir innflutningskvóta á búvörum, er ólögmætt og stangist á við stjórnarskrá. [...]