Nýverið var gerður samstarfssamningur milli Innnes og Te & Kaffi sem felur í sér að þjónusta á kaffi- og vélbúnaði Te & Kaffi á fyrirtækja- og veitingamarkaði verður í höndum Innnes.

Te & Kaffi hefur boðið Íslendingum upp á gæðakaffi frá árinu 1984, eða í 35 ár. Á þessu tímabili hefur fyrirtækið vaxið og dafnað vel, opnað fjölmörg kaffihús og orðið þekktasta vörumerki í kaffi á íslenskum smásölumarkaði. Te & Kaffi státar sig líka af fullkomnustu kaffibrennslu landsins og hefur það markmið að bjóða Íslendingum áfram upp á dýrindis kaffisopa í miklum gæðum,“ segir Gunnar Ingi Svansson, verkefnisstjóri hjá Innnes.

„Ástæðan fyrir samstarfi Innnes og Te & Kaffi er að samræma kosti þessa tveggja flottu fyrirtækja og geta boðið fleiri aðilum á íslenskum markaði upp á vinsælasta kaffið á Íslandi, sem er framleitt á Íslandi og þjónustað þessa aðila eins og Innnes er einum lagið,“ upplýsir Gunnar Ingi.

„Með tilkomu vörumerkis Te & Kaffi til Innnes gefst kostur á fjölbreyttari lausnum, hvort sem það á við kaffivélar eða vörur. Eitt af því er að bjóða fyrirtækjum að fá kaffibar til sín fyrir einstaka viðburði eða lengri tíma. Þá mætum við og setjum upp glæsilegan kaffibar á hjólum og útvegum þjálfaðan kaffibarþjón frá Te & Kaffi sem býður upp á flesta þá kaffidrykki sem hægt er að fá á kaffihúsum Te & Kaffi. Þessi þjónusta hefur vakið
mikla lukku hjá viðskiptavinum okkar og sem margir líta á sem ákveðin fríðindi fyrir starfsfólk að geta boðið upp á,“ segir Gunnar Ingi.

Heildarlausnir í kaffi

Innnes var stofnað árið 1987 og hefur verið leiðandi á íslenskum matvælamarkaði síðan. Mörg af þekktustu vörumerkjum Innnes eru landsmönnum kunn.

„Kaffiþjónusta Innnes hefur verið leiðandi á undanförnum árum og er þekkt fyfir góða og skjóta þjónustu ásamt því að bjóða upp á frábærar heildarlausnir í kaffi og tengdum vörum fyrir fyrirtæki,“ segir Gunnar Ingi, en hjá deildinni starfar yfir 20 manna hópur og 10 manns starfa á
þjónustuverkstæðinu sem hefur að leiðarljósi að þjónusta viðskiptavini eins vel og kostur er.

Þjónustufulltrúar Innnes heimsækja viðskiptavini samkvæmt samningi og afgreiða vörur samdægurs beint úr sínum bíl, en kaffiþjónustan
hefur fimm bíla fulla af vörum á sínum snærum.

„Ef vöru vantar skyndilega ná þjónustufulltrúar okkar að bregðast hratt við og afgreiða innan skamms til viðskiptavina. Í þjónustusamningi er kveðið á um viðhald búnaðar og eftirlit og við sjáum um þrif vélbúnaðar með reglubundnum hætti. Með reglubundnum þrifum er farið yfir vélbúnaðinn af fagfólki og séð til þess að hann sé í toppstandi. Hreinsun búnaðar fer fram á 6 til 8 vikna fresti, en hægt er að semja um aukna tíðni þrifa ef notkun er meiri,“ upplýsir Gunnar Ingi.

Nýja vefverslunin vinsæl

Vefverslun Innnes er nýleg leið fyrir viðskiptavini til að skoða vörulista Innnes, gera pöntun og hafa sölusögu sína á hreinu.

„Þannig er hægt að sjá hvað er í boði, hvað var pantað síðast og leita að upplýsingum um allar vörur sem Innnes býður upp á. Þessi lausn verður sífellt vinsælli enda er viðmótið afar einfalt og skemmtilegt. Ég hvet því sem flesta til að kíkja á verslun.innnes.is og sjá hvað við höfum upp á að bjóða,“ segir Gunnar Ingi sem einnig býður áhugasöm fyrirtæki velkomin í sýningaraðstöðu kaffiaðstöðu Innnes í Fossaleyni 21.

„Þar er hægt að fræðast betur um vélbúnaðinn sem í boði er ásamt því að sjá hvaða vörur við bjóðum upp á. Hægt er að sjá hvernig vélarnar virka og fá að bragða á ljúffengum kaffisopa. Með því að koma í heimsókn getum við skoðað lausnir fyrir hvern og einn og tekið spjall yfir góðum kaffibolla,“ segir Gunnar Ingi.

Ef áhugi er fyrir hendi að fá nánari upplýsingar eða kíkja í heimsókn má senda póst á Gunnar Inga á netfangið gis@innnes.is.

Gunnar Ingi Svansson er verkefnisstjóri hjá Innnes. Hann býður áhugasömum fyrirtækjum í heimsókn og dýrindis kaffisopa í glæsilegum sýningarsal og kaffiaðstöðu Innnes í Fossaleyni 21.

Með tilkomu Te & Kaffi til Innnes er hægt að útbúa kaffibari í fyrirtækjum.

Kaffiþjónusta Innnes mætir ströngustu kröfum fyrirtækja þegar kemur að ljúffengum og nýlöguðum kaffisopa.