Við hjá Innnes ehf erum ótrúlega stolt af því að bjóða upp á þetta flotta vörumerki sem Oatly er. Því miður hafa þeir ekki náð að anna þessari gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur eftir þessum vinsælu gæða vörum. Við vonumst til að framleiðslan taki við sér á næstu vikum og að þið farið að sjá búðirnar fullar af Oatly vörum á nýjan leik.

Tilkynning frá Oatly:

Eftirspurn eftir Oatly vörum hefur vaxið gríðarlega síðastliðin misseri, til að svara þeirri eftirspurn var farið í að auka framleiðslugetuna með því að bæta við framleiðslulínum.

Því miður hafa þessar framkvæmdir ekki gengið hnökralaust fyrir sig og ýmis vandamál komið upp, þar má helst nefna takmarkaða framleiðslugetu á þeirra helstu vörum.

Mörg ykkar hafa tekið eftir því að erfitt hefur reynst að finna vörurnar okkar í verslunum og biðjumst við innilegrar afsökunar á þeim óþægindum.
Til þess að Oatly geti náð fullri framleiðslugetu var ákveðið forgangsraða framleiðslu á þeirra helstu vörum, ákveðið var að taka tímabundið eftirfarandi vörur úr framleiðslu; Appelsínu-Mangó haframjólk 1L, Súkkulaði haframjólk 1L og Hafrajógúrt Exótísk 1L. Athugið að þessar vörur eru ekki að hætta heldur verða tímabundið ekki framleiddar á meðan framleiðslan kemst á fullt skrið.

Starfsfólk Oatly eru að reyna sitt allra besta til þess að ná upp framleiðslugetunni og vonast til að geta afgreitt vörur í því magni sem uppfyllir eftirspurn markaðarins eins fljótt og hægt er.

Takk fyrir að þrauka þetta með okkur!
Með kveðju starfsfólk Oatly.