Innnes hefur hafið innflutning og dreifingu á 3 tegundum af itsu Gyoza vörum en Íslendingar þekkja þær eflaust betur undir heitinu dumplings. Gyoza og Dumplings ásamt Pierogi eru allt nöfn yfir þessar vörur, eftir því hvar í heiminum þær eru á matseðli, en þær eru byrjaðar að ganga undir nafninu „smáhorn“ hérna á Íslandi.

Þetta eru nokkurs konar hálfmánar og/eða skrautkoddar úr hveiti/pastadeigi með misjöfnum tegundum af fyllingu. Í boði eru eftirfarandi fyllingar; kjúklinga, rækju og grænmetis en grænmetis hentar einnig fyrir þá sem aðhyllast vegan mataræði. Í grænmetis gyoza pakkningunni má einnig finna sósu til að dýfa í en á öllum pakkningunum má finna uppskrift af sósu til að dýfa í ásamt eldunarleiðbeiningum. Gyoza smáhornin eru ýmist gufusoðin og borin þannig fram eða léttsteikt á pönnu ásamt því að þeim er dýft í sojasósublöndu sem má bæta í vorlauki, chili, sesam og hvítlauk o.fl.

Það er því ekkert til fyrirstöðu að matreiða gómsætt gyoza á veitingastaðamælikvarða, heima í eldhúsinu. Gyoza er gjarnan borðað eitt og sér, sem forréttur eða aðalréttur, en einnig er tilvalið að framreiða gyoza smáhornin í salati eða núðlusúpu.

itsu var stofnað af Julian Metcalfe, stofnanda Pret A Manger, með þeirri hugsjón að bjóða upp á hollan og ljúffengan asískan skyndibita. Í því skyni var fyrsti itsu veitingastaðurinn opnaður árið 1997 í London en núna eru fleiri en 70 veitingastaðir í Bretlandi. Árið 2018 opnaði fyrsti staðurinn utan Bretlands, á Manhattan í New York.

itsu [grocery] var stofnað í kjölfar velgengni veitingastaðanna með það að markmiði að bjóða hollan mat undir asískum áhrifum úr hágæða hráefni til matvöruverslana. itsu vörurnar komu fyrst á markaðinn í Bretlandi árið 2012 en fást nú víðsvegar um heiminn.

Unnið er að dreifingu varanna í verslanir en allar 3 tegundirnar eru nú þegar fáanlegar m.a. í verslun Fjarðarkaups, Nóatúns og Melabúðinni. Nánari upplýsingar um itsu má finna hér á vörumerkjasíðu itsu.