Baka með nautahakki & sveppum 2014-10-07T14:35:30+00:00

Project Description

Baka með nautahakki & sveppum

Fyrir 10:
500 g frosið sveppamix
1 kg nautahakk
4 dl rjómi
40 g þurrkaðir sveppir, sem þarf að
bleyta upp
40 g OSCAR Basissúpa, duft
100 g brauðteningar
2 stk egg
30 ml OSCAR Sveppakraftur fljótandi
600 g smjördeig
1 stk egg

Aðferð:
Sveppirnir eru skornir í stóra bita og steiktir á pönnu með nautahakkinu í lítilli olíu.

Rjóminn er látinn koma að suðu og þurrkuðu sveppunum sem búið er að bleyta upp í er bætt út í ásamt Oscar basis súpudufti. Kjötið er sett út í sósuna og látið sjóða í ca 5 mínútur. Kjötið er látið standa þar til það hefur kólnað en þá er bætt út í eggjum og brauðteningum og öllu hrært saman. Réttinn má krydda frekar með Oscar fljótandi sveppakrafti.

Útrúllað smjördeig er sett í bökunarform og geymið 1/3 af deiginu í lok á bökunni. Kjötið er sett ofan á  smjördeigið. Restin af smjördeiginu er sett yfir sem lok. Því næst er bakan pensluð með eggi og bökuð í ofni við 200° í ca 30 mínútur.

 

Project Details

Categories: