Bollakökur með Dumle karamellukremi 2014-09-30T14:41:53+00:00

Project Description

Bollakökur með draumkenndu Dumle karamellukremi.

Kökur 25-30 stk

 • 150g smjör
 • 330g hveiti
 • 1/2tsk maldon salt
 • 2tsk lyftiduft
 • 200g sykur
 • 200g dökkur púðusykur
 • 4 egg við stofuhita
 • 2tsk vanilludropar
 • 3.5ml mjólk

Bræðið smjörið í potti við meðalháan hita þar til alveg bráðnað. Hækkið hitann örlítið og hrærið þar til smjörið verður dökkbrúnt að lit. Látið smjörið kólna. Blandið hveiti, salt, lyftidufti, sykri og púðusykri saman við og hrærið saman. Setjið því næst eggin, mjólkina og vanilludropana í skál og blandið vel, bætið smjörinu saman og hellið blöndunni varlega saman við hveitiblönduna. Hrærið vel þar til deigið er orðið slétt og fínt. Raðið bollakökuformunum
í bökunarform og sprautið deiginu í þau. Passið að fylla þau ekki meira en 2/3 eða rúmlega tvær matskeiðar í hvert form. Bakið við 180 gráður í 15-18 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar. Kælið kökurnar alveg áður en kremið er sett á.

Draumkennt Dumle karamellukrem

 • 150g Dumle karamellur
 • 4msk rjómi
 • 2msk síróp
 • 250g smjör við stofuhita
 • 500g flórsykur
 • 2msk vanilludropar

Setjið Dumle karamellurnar í pott ásamt rjómanum og sírópinu og bærðið yfir meðalháum hita. Hrærið stanslaust þar til karamellurnar hafa náð að bráðna alveg og kælið. Hrærið smjörið þar til það er létt og ljóst, bætið flórsykri við smá og smá í einu og hrærið vel á milli. Bætið við vanilludropum og hrærið vel. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á kökurnar. Geymið kökurnar inn í ísskáp á meðan þið undirbúið Dumle karamellugljáa.

Dumle karamellugljái

 • 90g Dumle karamellur
 • 4msk rjómi
 • 2msk síróp

Setjið allt saman í pott og bræðið yfir meðalháan hita. Hrærið stanslaust þar til karamellurnar hafa náð alveg að bráðna. Kælið karamellugljáan þar til hann hefur náð stofuhita. Setjið 1 msk á hverja köku. Gott er að geyma kökurnar í kæli og taka út 20 mínútur áður en þær eru bornar fram.