Fazermint Marengsterta 2014-09-30T14:42:00+00:00

Project Description

Fazermint Marengsterta frá eldhussogur.com

Marengs:

 • 2 dl sykur
 • 1 dl púðursykur
 • 4 eggjahvítur
 • 3 bollar Rice Krispies

Ofn hitaður í 120 gráður við blástur (ef baka á báða botnana samtímis) eða 130 gráður við undir- og yfirhita. Eggjahvítur, púðursykur og sykur eru þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er Rice Krispies bætt varleag út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökufor sem er um það bil 23 cm. í þvermáli er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er hann bakaður í um það bil 60 mínútur. Best að láta marengsinn kólna í ofninum.

Rjómafylling:

 • 5 dl rjómi
 • 250g fersk jarðaber, skorin í bita
 • ca. 200g fersk bláber
 • 8 molar Fazermint (ca. 60g), saxaðir smátt

Rjóminn þeyttur og berjunum ásamt Fazermint molunum er blandað út í rjómann. Rjómablandan er svo sett á milli marengsbotnanna þegar þeir eru orðnir kaldir.

Fazermint krem:

 • 4 eggjarauður
 • 4 msk flórsykur
 • 12 molar Fazermint (ca. 90g)
 • 100g Toms extra súkkulaði 70%

Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Toms extra súkkulaði er brotið niður í skál ásamt Frazermint molunum og brætt yfir vatnsbaði. Ef súkkulaðiblandan er of þykk er hægt að bæta örlítilli mjólk eða rjóma út í. Eggjarauður- og flórsykursblöndunni er svo blandað út í súkkulaðið. Kreminu er því næst dreift yfir marengstertuna. Skreytt með berjum, t.d. jarðaberjum, bláberjum, hindberjum, rifsberjum og blæjuberjum. Tertan er geymd í ísskáp og er góð, ef ekki betri, daginn eftir.

Project Details

Categories: