Fyllt kartöflur (“Jacked Potato”) 2014-07-30T09:41:36+00:00

Project Description

Fyllt kartöflur (“Jacked Potato”)

  • 4 bökunarkartöflur
  • 1/6 biti af blaðlauk
  • 2 msk rifinn cheddar ostur
  • 1 msk sinnep classic frá Lehnsgaard
  • 1 msk ólífuolía frá Filippo Berio
  • 5 dropar Tabasco habanero®
  • 1/2 sítróna, safi og börkur
  • gróft sjávarsalt og nýmalaður pipar
  • 10 gr steinselja

Aðferð:

Setjið ögn af olíu og sáldrið grófu salti á kartöflurnar og nuddið hýðið vel. Pakkið þeim svo inn í álpappír og grillið í 45 mínútur á grillinu.
Saxið blaðlauk og steinselju og blandið öllu hráefni saman í skál.Þegar kartöflurnar eru klárar, skerið þá rauf í miðjuna á þeim, skafið kartöflukjötið innan úr hýðinu og hrærið saman með ostinum og öðru hráefni sem er upptalið hér að ofan.
Setjið fyllinguna aftur ofan í hýðið og berið fram.