„Go nuts“ sælgætismolar 2017-04-25T10:17:46+00:00

Project Description

„Go nuts“ sælgætismolar

Uppskrift:

  • 1 poki Dumle go nuts (175 g)
  • 150 g súkkulaðihjúpað lakkrískurl
  • 100 g Toms extra súkkulaði 70%
  • 200 g suðusúkkulaði
  • 150 g pistasíur frá Ültje
  • 2 dl Rice Krispies

Dumle bitarnir, 70% súkkulaðið og suðusúkkulaðið er sett í skál og brætt yfir vatnsbaði. Því næst er pistasíum, Rice Krispies og súkkulaðihúðaða lakkrískurlinu bætt út og öllu blandað vel saman. Blöndunni hellt í form klætt bökunarpappír, um það bil 20 x 20 cm, og sett í ísskáp í minnst tvo klukkutíma. Skorið í hæfilega stóra bita. (Á þessum myndum stakk ég litlu súkkulaðipáskaegggi í hvern bita til skraut af því að það voru páskar!)