Grillað kartöflusalat 2014-09-12T11:52:35+00:00

Project Description

Grillað kartöflusalat

 • 700 gr íslenskar kartöflur (helst Gullauga)
 • 3 msk Lehnsgaard sinnep, stærk
 • safi og börkur úr ½ sítrónu
 • 100 ml Filippo Berio ólífuolía
 • 50 gr súrar gúrkur
 • 40 gr blaðlaukur, saxaður
 • 15 gr piparrót, rifin
 • 20 gr dill, saxað
 • gróft sjávarsalt og svartur pipar

Aðferð:

 1. Grillið kartöflurnar þar til þær eru orðnar mjúkar og skerið svo í jafnstóra bita.
 2. Hrærið saman sítrónusafa, sinnepi og ólífuolíu. Smakkið til með salti og pipar.
 3. Saxið létt yfir súru gúrkurnar og blandið svo öllu vel saman í skál og berið fram.