Grillgott með kókosbollum og karamellum 2017-04-25T10:17:46+00:00

Project Description

Grillgott með kókosbollum og karamellum

Uppskrift f. 4:

  • 1 stór banani, skorinn í sneiðar
  • 2 stórar perur, afhýddar og skorin í bita
  • 100 g vínber
  • 2-3 kíwi, skorin í bita
  • 1 poki Dumle karamellur (120 g)
  • 4 kókosbollur

Ávöxtunum er blandað saman og settir í álbakka. Karamellurnar eru klipptar eða skornar niður í þrjá bita hver og þeim dreift yfir ávextina. Kókosbollurnar eru skornar í tvennt langsum og þeim raðað yfir ávextina þannig að hvíta kremið vísi upp. Grillað við lágan til meðalhita í um það bil 8-10 mínútur eða þar til karamellurnar eru bráðnaðar og hvíta kremið í kókosbollunum orðið stökkt. Borið fram strax með ís.